Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Næsti þríhliðafundur 1. febrúar í Abu Dhabi

Samninganefndir Bandaríkjanna, Rússlands og Úkraínu á þríhliða fundinum sem haldinn var í Abu Dhabi í gær.EPA / UAE Presidential Court /HANDOUT HANDOUTNæsti fundur í þríhliða friðarviðræðum milli Rússa, Úkraínumanna og Bandaríkjamanna verður í Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum 1. febrúar. Sendinefndir ríkjanna hittust í fyrsta sinn á fundi í Abu Dhabi í gær.Ónafngreindur bandarískur heimildarmaður sagði við AFP að það væri gott merki að búið væri að boða til annars fundar og nú þegar hefði miklum árangri verið náð.Volodomyr Zelensky Úkraínuforseti sagði að megináherslur fundarins hefðu verið að ræða helstu ágreiningsatriði. Þetta var í fyrsta sinn sem sendinefndir Rússa og Úkraínumanna hittust formlega síðan Rússar réðust inn í Úkraínu fyrir hartnær fjórum árum síðan.
Næsti þríhliðafundur 1. febrúar í Abu Dhabi

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Skoða nánar

Um Blaðbera·Vefþjónusta