„Þetta eru gríðarleg vonbrigði auðvitað, ég var að sækjast eftir fyrsta sæti, en ég fann mikinn meðbyr og er full þakklætis til míns stuðningsfólks. Allavega til þeirra sem kusu mig og hvöttu áfram,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, sitjandi borgarstjóri, innt fyrstu viðbragða við niðurstöðum flokksvals Samfylkingarinnar í Reykjavík.