Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri segir niðurstöður prófkjörs Samfylkingarinnar hafa verið óvæntar. Pétur Marteinsson verður oddviti flokksins í borginni eftir að hafa fengið rúmlega 3.000 atkvæði í fyrsta sætið. Heiða Björg fékk 1.668 atkvæði í fyrsta til annað sæti.„Já, ég fann fyrir miklum meðbyr og stuðningi við mitt framboð, þannig að já, auðvitað eru þetta vonbrigði. En ég óska Pétri til hamingju með þennan afgerandi sigur og ég held áfram að vinna að mínum málum,“ segir Heiða Björg.Hún kveðst ætla að ráðfæra sig við sitt fólk og íhuga hvort hún vilji skipa annað sæti Samfylkingarinnar í kosningunum í vor.„Ég var að bjóða mig fram í fyrsta sæti, ég hef ekki íhugað önnur sæti. Nú bara tekur það við. [...] Ég er aldrei að bjóða mig fram fyrir mig, ég er að bjóða mig fram fyrir fólk