Það var líf og fjör – og spennuþrungið andrúmsloft í Borgarleikhúsinu þegar um hálftími var í sýningu í dag – eftir langan og strangan undirbúning. Fjórtán börn leika í sýningunni sem er stjörnum prýdd. Við fylgdumst með baksviðs rétt áður en sýningin hófst og töluðum við nokkra leikara og leikstjórann.