Vinna við að raða herbergjaeiningum utan um lyftu- og stigahúsið á hótelturninum við Skúlagötu 26 er langt komin. Þannig var verið að hífa upp einingar á 15. hæðinni síðdegis á þriðjudag, eins og myndin hér fyrir ofan sýnir, en um er að ræða stáleiningar með fullbúnum hótelherbergjum.