Gestum Mílanó-borgar gefst brátt kostur á að skoða viðgerðir á veggmynd eftir Leonardo da Vinci í Sforza-kastala í návígi. Þar verður þeim boðið að setja upp vinnuhjálma og klifra upp stillansa til að fylgjast með starfi forvarða sem vinna að viðgerð verksins.Þetta er sjaldgæft tækifæri sem verður í boði frá 7. febrúar til 14. mars. Að þeim tíma liðnum verður verkið aftur stúkað af. Búist er við því að viðgerðum ljúki eftir um eitt og hálft ár. Borgaryfirvöld eiga von á talsverðum fjölda gesta á næstu vikum því Vetrarólympíuleikarnir sem hefjast í næsta mánuði eru haldnir í Mílanó og Cortina.Leonardo og listamenn á verkstæði hans hófust handa við gerð verksins 1498 eftir að Ludovico Sforza, hertoginn af Mílanó, réð hann til verksins. Listamennirnir skreyttu veggi og loft salarins með grein