Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Meintur kannabisframleiðandi handtekinn í heimahúsi

Lögreglan getur ekki veitt upplýsingar um hve margar kannabisplöntur hún lagði hald á meðan á rannsókn stendur.EPALögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók einn í dag vegna rannsóknar á fíkniefnaframleiðslu. Í upplýsingapósti kemur fram að maðurinn hafi einnig verið eftirlýstur vegna annars máls.Ásmundur Rúnar Gylfason aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að þarna hafi verið um kannabisræktun í heimahúsi að ræða. Lögregla lagði hald á kannabisplöntur og tæki og tól sem notuð eru við fíkniefnaframleiðslu.Maðurinn var handtekinn á starfssvæði lögreglustöðvar 4 sem nær yfir austasta hluta Reykjavíkur, Mosfellsbæ, Kjósarhrepp og Kjalarnes. Ásmundur segir að ekki sé hægt að veita upplýsingar um nánari staðsetningu né fyrir hvað maðurinn var eftirlýstur að svo stöddu.
Meintur kannabisframleiðandi handtekinn í heimahúsi

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Skoða nánar

Um Blaðbera·Vefþjónusta