Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Alríkisfulltrúi skaut mann til bana í Minneapolis

Fulltrúar bandarískra alríkisyfirvalda skutu mann til bana í Minneapolis í Minnesota í dag. Frá þessu greina fjölmiðlar vestanhafs. Minnesota Star Tribune segir lögreglustjóra hafa staðfest þetta.Þar segir að fulltrúar alríkisins hafi reynt að skipa lögreglumönnum borgarinnar að yfirgefa vettvang. Lögreglustjórinn hafi hins vegar sagt sínum mönnum að tryggja vettvang.Sjónarvottar herma að maðurinn hafi verið skotinn nokkrum sinnum í bringuna.Ekki liggur fyrir hver maðurinn var. Fréttastofa AP hermir að hann sé 51 árs. Talsmaður heimavarnarráðuneytisins segir að hann hafi nálgast liðsmenn ICE með skammbyssu.Mótmælendur hafa safnast saman við vettvang.Þetta er í þriðja sinn sem alríkisfulltrúar skjóta á almenna borgara á rúmlega tveimur vikum. Renée Good var skotin til bana 7. janúar og um v
Alríkisfulltrúi skaut mann til bana í Minneapolis

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Skoða nánar

Um Blaðbera·Vefþjónusta