Tæplega helmingur þeirra sem eru á kjörskrá í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor hafa greitt atkvæði.Samkvæmt upplýsingum frá kjörstjórn höfðu 3.429 greitt atkvæði klukkan 14, en það eru 49,4% þeirra sem eru á kjörskrá. Atkvæðagreiðslan hófst á miðnætti, hún er rafræn og lýkur klukkan 18 og áformað er að kynna úrslit um klukkan 19.Til samanburðar kusu 3.036 í síðasta flokksvali Samfylkingarinnar í borginni fyrir fjórum árum, sem þá var um helmingur kjörskrár.16 gefa kost á sér og kosning er bindandi í sex efstu sætin.Mesta spennan er fyrir því hver verði oddviti og leiði þar með lista flokksins í sveitarstjórnarkosningunum 16. maí - tvö eru í framboði þau Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri og núverandi oddviti flokksins og Pétur H. Marteinsso