Grágæs hefur að undanförnu verið í þúsundatali á Rangárvöllum, sem þykir óvenjulegt á þessum tíma árs. Fuglinn er mikið á breiðunum vestan við Gunnarsholt, nærri austurbökkum Ytri-Rangár, og sveimar þar um dagana langa. Taka ber fram að þarna hefur gæsin eitthvað í gogginn; enda eru þarna stórir akrar sem slegnir voru í haust.