Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Bingósalurinn í Vinabæ brátt tilbúinn í viðburði

Tónabíó í Skipholti skipaði stóran sess í bíóflóru höfuðborgarbúa frá því á sjöunda áratug síðustu aldar þar sem að Tónlistarfélagið í Reykjavík hélt úti bíósalnum sem fjáröflunarleið og fjölmargir eiga þaðan ríkar minningar. Enn aðrir tengjast húsinu í gegnum bingó en þá voru húsakynnin kölluð Vinabær og fjölmargir sem sóttu bingókvöldin þar í áratugi.Síðustu 4 ár hefur Reykjavík bruggfélag komið sér fyrir í húsinu og staðið fyrir fjölbreyttri starfsemi í formi tónleika og annarra viðburða. En gamli bíó- og bingósalurinn hefur ekki enn verið starfræktur en nú styttist í að salurinn verði vígður.Síðdegisútvarpið heimsótti Tónabíó og hitti Sigurð Snorrason, einn af vertunum þar og sagði hann frá starfseminni og hvað við ættum í vændum.
Bingósalurinn í Vinabæ brátt tilbúinn í viðburði

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Skoða nánar

Um Blaðbera·Vefþjónusta