Opin ástarsambönd voru til umræðu í Kastljósi á fimmtudag. Óðinn Svan Óðinsson fékk þær Aldísi Þorbjörgu Ólafsdóttur para- og kynlífsráðgjafa og Ástrós Benediktsdóttur ráðgjafa í sett til sín og þau fóru yfir málið frá ýmsum hliðum.Aldís segir opin sambönd vera regnhlífarhugtak yfir ýmis sambandsform. Þá sé rætt um þau tilvik þegar fólk kýs og gerir samkomulag sín á milli um að geta stundað kynlíf utan sambands af og til, svokallað swing falli líka þar undir og svo fjölástir eða polysambönd þar sem þrír eða fleiri aðilar eru í sama sambandi. Um það sambandsform sérstaklega hafi umræðan opnast mikið. „Þá eru fleiri makar og maður er að opinbera þetta gagnvart stoðfjölskyldunni, tala um þetta á vinnustöðum og annað.“ AÐEINS UM FIMM PRÓSENT ERU EÐA HAFA VERIÐ Í OPNU SAMBANDI Það sé hins ve