Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Grænland nefnt fimm sinnum í nýrri varnarstefnu Bandaríkjanna

Bandaríkin ætla áfram að veita bandalagsþjóðum sínum mikilvægan stuðning í öryggis- og varnarmálum en þó með takmarkaðri hætti. Þetta kemur fram í nýbirtri varnarstefnu varnarmálaráðuneytisins, eða stríðsmálaráðuneytisins eins og ráðherrann Pete Hegseth kallar það. Áhersla verður lögð á að tryggja hagsmuni Bandaríkjanna á vesturhveli jarðar.Í stefnunni segir að bandalagsþjóðir Bandaríkjanna þurfi því að taka á sig rögg. Varnir þeirra hafi í of ríkum mæli verið niðurgreiddar af Bandaríkjunum. Ríki Evrópu þurfi því að taka meiri ábyrgð gagnvart ógnum sem steðji að löndum álfunnar, ógnum sem Bandaríkjunum stafi ekki eins mikil hætta af. Í varnarstefnunni er því vísað á bug að í henni felist einhvers konar einangrunarhyggja. Bandaríkin séu þvert á móti að einbeita sér að því að mæta þeim ógnum
Grænland nefnt fimm sinnum í nýrri varnarstefnu Bandaríkjanna

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Skoða nánar

Um Blaðbera·Vefþjónusta