Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Ungmenni mætti með rafvopn í unglingasamkvæmi

Ungmenni var flutt á lögreglustöð úr unglingasamkvæmi í vesturhluta Reykjavíkur þegar á daginn kom að það hafði rafmagnsvopn í fórum sínum. Lögreglukonur að störfum í miðborg Reykjavíkur. Mynd úr safni.RÚVÍ morgunskeyti lögreglu segir að skýrsla hafi verið tekin í samvinnu við forráðamenn og barnaverndaryfirvöld. Maður var kærður fyrir að reykspóla á bíl sínum í vesturborginni og fyrir að hafa skráningarmerki hans ógreinileg. Annar fékk sekt fyrir að búa ekki tryggilega um barn í bíl sínum. Útlendingur var handtekinn grunaður um að dvelja ólöglega í landinu, hann neitaði að framvísa skilríkjum. Einn var handtekinn fyrir að hafa uppi ofbeldistilburði á almannafæri og brjóta þannig gegn lögreglusamþykkt.
Ungmenni mætti með rafvopn í unglingasamkvæmi

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Skoða nánar

Um Blaðbera·Vefþjónusta