Sænska lögreglan handtók í gær karlmann á fimmtugsaldri sem grunaður er um ógnandi hegðun í garð ráðherra. Upphaflega var hann talinn hafa ógnað tveimur ráðherrum. Maðurinn neitar allri sök að sögn lögmanns hans. SVT fjallar um málið. Hvorki saksóknari né leyniþjónusta hafa viljað tjá sig frekar um sakarefnin en maðurinn hefur síðustu ár verið áberandi í Rojava-nefndinni svokölluðu, litlum hópi andófsmanna sem styður Frelsishreyfingu Kúrda. Maðurinn er einnig sagður hafa átt aðild að mörgum vinstrisinnuðum hreyfingum og barist fyrir frelsi Palestínu. Hann hefur ekki verið dæmdur fyrir alvarlega glæpi. Rojava birti nýlega ljósmynd á samfélagsmiðlum af dúkku í líki hryðjuverkamanns með höfuð konu í hendinni, sem skilin var eftir við heimili Benjamins Dousa, ráðherra þróunarmála. Önnur mynd s