Bæjarstjórn Akureyrar hefur samþykkt þá tillögu skipulagsráðs að Hafnarstræti, frá Kaupvangsstræti suður að Drottningarbraut, verði gert að vistgötu. Strætið verði endurhannað þannig að óvarðir vegfarendur séu í forgangi fyrir bílaumferð.Hámarksökuhraði á vistgötum er 15 kílómetrar á klukkustund. Akureyri.net segir stefnt að lokum framkvæmda við syðsta hluta götunnar fyrir fyrsta maí. Þann dag stendur til að opna Skáld hótel við suðurendann, að því er segir í minnisblaði með tillögunni.Frágangur torgs fyrir framan Skáld hótelið þurfi þá að vera tilbúinn auk þess sem nokkurs konar torg verður fyrir neðan Sigurhæðir, hús Matthíasar Jochumsen skálds. Í minnisblaðinu segir einnig að mikil áhersla sé lögð á að Hafnarstrætið verði fallegt, gróðursælt og búið húsgögnum.Hótelrýmum eigi eftir að fj