Breska poppstjarnan Robbie Williams varð í vikunni sá listamaður sem átt hefur flestar plötur á toppi breska vinsældalistans og tekur fram úr Bítlunum. Rúm vika er síðan Robbie Willams gaf út plötuna Britpop sem rauk beint á topp listans og varð sú sextánda úr hans ranni til að gera það.Britpop er fyrsta plata tónlistarmannsins í sjö ár. Williams gerði garðinn frægan með strákasveitinni Take That, snemma á tíunda áratugnum og hefur því verið í bransanum í 35 ár. Honum hefur vegnað þeirra best en sveitin kom saman að nýju fyrir nokkrum árum.Robbie Williams hefur selt yfir 20 milljón eintök af eigin efni síðan fyrsta platan Life Thru a Lens kom út árið 1997 og 80 milljónir á heimsvísu.Fimmtán af plötum Bítlanna vermdu toppsætið en þeir störfuðu aðeins í tíu ár. Rolling Stones og Taylor Swift