Írönsk stjórnvöld segja allar atlögur að landinu jafngilda stríðsyfirlýsingu í ljósi þess að bandarískur herskipafloti stefnir í átt að Persaflóa. Klerkastjórnin hefur sett allt í viðbragðsstöðu og býr sig undir það versta samkvæmt umfjöllun Reuters.Donald Trump greindi í gær frá því að fjöldi bandarískra herskipa stefndi í átt að Íran. Samkvæmt upplýsingum bandarískra embættismanna er flugmóðurskipið Abraham Lincoln eitt þeirra.„Við sjáum hvað setur“ sagði Trump um borð í forsetaþotunni í gær og bætti við að hann vonaðist til að þurfa ekki að grípa til hernaðaraðgerða. Áfram yrði fylgst grannt með framvindu mála í Íran.Hann dró í seinustu viku til baka yfirlýsingar um að mögulega yrði gripið til hernaðar gegn Íran vegna harðra og mannskæðra aðgerða klerkastjórnarinnar gegn mótmælendum í l