Eigendur veitingastaðarins BK Kjúklings og verslunarinnar Istanbul Market eiga í harðvítugum deilum um bílastæði en fyrirtækin eru staðsett sitt hvorum megin við Grensásveg í Reykjavík. Leitað hefur verið til lögfræðinga og saka eigendurnir hvern annan ýmist um að reyna að keyra á sig eða fara ófögrum orðum um fjölskyldumeðlimi. Þá greinir þá á um hvernig deilurnar hófust