Íbúar úkraínsku höfuðborgarinnar Kyiv eru beðnir að halda sig í loftvarnarbyrgjum vegna umfangsmikilla loftárása Rússlandshers. Roskin kona með sár í andliti horfir út um brotinn glugga híbýla sinna sem skemmdus tí drónaárás Rússlandshers.AP / Efrem LukatskyBorgarstjórinn Vitali Klitschko tilkynnti þetta á samfélagsmiðlinum Telegram í kvöld. Hann segir elda loga víða um borgina, meðal annars í skrifstofubyggingum, og björgunarlið á fleygiferð til aðstoðar. Engar tilkynningar hafa borist um manntjón eða meiðsli á fólki. Þríhliða viðræður Rússa, Úkraínumanna og Bandaríkjamanna um frið í Úkraínu eru hafnar í Abu Dhabi. Væntingum um árangur er stillt í hóf, enda ítrekuðu Rússar kröfur sínar um að Úkraínumenn hörfi frá Donbas-svæðinu.