Gísli Marteinn fór að venju yfir helstu fréttir vikunnar í Vikunni með Gísla Marteini í kvöld. Hann fór meðal annars yfir vendingar í alþjóðamálum, ræðu Bandaríkjaforseta þar sem hann vísaði ítrekað til Íslands og hárígræðsluferðir Íslendinga til Istanbúl.Þjóðargersemin Felix Bergsson kíkti til Gísla en honum var brugðið þegar hann komst að því hvaða mál hann væri kominn til að fara yfir.„Bíddu, ég hélt að ég væri kominn hingað til að tala um bókina mína sem ég var að gefa út hérna fyrir jólin?“