Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Karlmannlegustu stundir Íslandssögunnar

Berglind Festival fór yfir karlmannlegustu stundir Íslandssögunnar í Vikunni með Gísla Marteini í tilefni bóndadagsins. Til að kryfja topp 10 augnablik íslenskrar karlmennsku naut hún aðstoðar Adams Karls Helgasonar, en hann er einmitt karlmaður.Vitanlega var af nógu að taka en þó komust aðeins tíu augnablik að. Í innslaginu er meðal annars rætt við Sólveigu Ólafsdóttur um það þegar Egill Skallagrímsson ældi upp í annan mann.„Ég er eiginlega sannfærð um að þetta sé stundað ennþá, allavega í svona lokuðum karlaklúbbum,“ segir Sólveig. Berglind spurði Adam hvort hann hefði tekið upp á þessu athæfi sem hann segist reglulega gera.Þá rifja Berglind og Adam upp eftirminnilega viðureign þeirra Jóns Páls og Gísla á Uppsölum, ásamt fjölda annarra skemmtilegra augnablika.
Karlmannlegustu stundir Íslandssögunnar

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Skoða nánar

Um Blaðbera·Vefþjónusta