Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri og oddvitaefni Samfylkingarinnar í Reykjavík, gengst við því að hafa sent skilaboð á kjósanda þar sem hún sagði mótframbjóðanda sinn frægan karl með enga reynslu. Hún biður Pétur Marteinsson afsökunar en fyrr í dag sagðist hún ekki muna eftir að hafa sent umrædda orðsendingu.