Franski stórleikarinn Isabelle Huppert er stödd á Íslandi en hún fer með aðalhlutverkið í kvikmyndinni Ríkasta konan í heimi (f. La femme la plus riche du monde), sem frumsýnd var í kvöld á Frönsku kvikmyndahátíðinni í Bíó Paradís.„Þetta er fallegur gluggi inn í franska kvikmyndagerð. Ég hef ekki séð allar myndirnar en þær sem ég hef séð eru áhugaverð dæmi um fjölbreytileika franskra kvikmynda,“ segir Huppert um hátíðina. Hún sat fyrir svörum sýningargesta eftir frumsýninguna í kvöld.Rætt var við Huppert í sjónvarpsfréttum.Isabelle Huppert segir menningarlíf á Íslandi með ágætum. Hún var viðstödd frumsýningu nýjustu kvikmyndar sinnar, Ríkustu konu í heimi, á Frönsku kvikmyndahátíðinni í Bíó Paradís í kvöld. ÍMYNDUNARAFLIÐ FÉKK LAUSAN TAUMINN Kvikmyndin Ríkasta kona í heimi er lauslega b