Prófkjör Samfylkingarinnar í Reykjavík er á morgun og baráttan á lokametrunum. Oddvitaframbjóðendurnir tveir segja baráttuna snarpa og skemmtilega en ýmislegt er sagt krauma undir.Prófkjörsbaráttan hefur verið nokkuð friðsamleg, en samkvæmt samtölum fréttastofu við fjölda Samfylkingarfólks krauma þar undir átök á milli þess sem sumir vilja kalla gömlu og nýju Samfylkinguna.Heiða sé þá fulltrúi þeirrar gömlu sem er lengra til vinstri og Pétur þeirrar nýju sem er þá meira til hægri og í meira í takt við flokkinn eins og hann hefur þróast undir formennsku Kristrúnar Frostadóttur.Skilaboð sem sögð eru frá Heiðu þar sem Pétur er sagður reynslulítill og frægur hafa verið í dreifingu. Heiða kannast ekki við að hafa sent skilaboðin.„Ég man ekki eftir að hafa sent þau,“ segir Heiða. „Ef ég hef gert