Þjófar létu greipar sópa og stálu öllum silfurmunum úr safni í Doesburg í Hollandi í vikunni. Sérfræðingar safnsins segja gripina skipa mikilvægan sess í menningarsögu þjóðarinnar.Það var um klukkan hálf fimm að morgni miðvikudags sem tveir menn brutust inn í safnið. Myndefni úr öryggismyndavélum sýnir þá nota kúbein við innbrotið. Þeir brutu svo hvern sýningarskápinn á fætur öðrum og höfðu á brott með sér yfir 300 muni, þar á meðal fjölmargar sinnepskrúsir sem stofnandi safnsins hafði safnað saman. Virði silfursins er metið á tugi þúsunda evra, eða einhverjar milljónir króna.Ernst Boesveld, stjórnarformaður safnsins, segir í samtali við The Art Newspaper að þetta snúist um meira en virði silfursins. „Þetta snýst um sögu og menningararfleifð. Við erum gífurlega vonsvikin og reið,“ segir Bo