Í þjónustumiðstöð Hrafnistu á Sléttuvegi koma íbúar saman og horfa á leiki karlalandsliðsins í handbolta á EM. Ísland tapaði sínum fyrsta leik í dag en stemningin á Hrafnistu var góð sem endranær.Fyrst er góður hádegismatur, sem alltaf er. Síðan er helgistund, svo er farið á barinn og svo horft á leikinn. Það er alveg sérstök stemning sem næst hérna, segir Þráinn Þorvaldsson.Hvað finnst þér handboltinn gera fyrir andann í janúar?„Hann bara stjórnar lífinu, stjórnar lífinu,“ segir Hjálmar Fornason. „Þetta bjargar janúarmánuði algerlega, fullkomlega,“ segir Inga Þyrí Kjartansdóttir.„Það sem er líka svo mikils virði, þegar allur þessi órói er í þjóðfélaginu, þá geta allir sameinast um eitthvað sem er jákvætt. Það ætti bara að vera meiri handbolti, helst á hverjum degi,“ segir Þráinn.