Mikið vetrarveður mun ganga yfir Bandaríkin í dag en reiknað er með að um 160 milljónir Bandaríkjamanna megi eiga von á mikilli ísingu og snjókomu. Yfirvöld vara við afar hættulegum aðstæðum og hálku. Segja þau að búast megi við „hamfarakenndum“ aðstæðum.