Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Sjö í framboð í efstu sætin í prófkjöri Viðreisnar í Kópavogi

Kjörstjórn Viðreisnar í Kópavogi hefur staðfest sjö framboð vegna prófkjörs fyrir sveitarstjórnarkosningar í vor. Framboðsfrestur rann út á hádegi. Þrjú buðu sig fram í fyrsta sæti, Birgir Örn Guðjónsson, deildarstjóri hjá Barna- og fjölskyldustofu, María Ellen Steingrímsdóttir lögfræðingur og Pétur Björgvin Sveinsson, varaþingmaður og aðstoðarmaður þingflokks Viðreisnar. Jóhanna Pálsdóttir bauð sig fram í annað sæti og Arnar Grétarsson, viðskiptafræðingur, og Ester Halldórsdóttir, verkefnastjóri og varaþingmaður, buðu sig fram í annað til þriðja sæti. Prófkjörið verður rafrænt og kosning fer fram 7. febrúar frá miðnætti til 19.
Sjö í framboð í efstu sætin í prófkjöri Viðreisnar í Kópavogi

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Skoða nánar

Um Blaðbera·Vefþjónusta