Þingi var slitið í Japan í dag og boðað til kosninga 8. febrúar. Sanae Takaichi, forsætisráðherra Japans, tók þessa ákvörðun og freistar þess að styrkja stöðu ríkisstjórnar sinnar.Takaichi, sem er leiðtogi Frjálslynda lýðræðisflokksins, var kjörin forsætisráðherra í atkvæðagreiðslu í neðri deild japanska þingsins í október.Ríkisstjórn hennar er með nauman meirihluta í neðri deild þingsins en Takaichi er vinsæl ef marka má skoðanakannanir. Um 60-70 prósent þjóðarinnar segjast ánægð með hennar störf.Þessi ákvörðun er þó áhættusöm því flokkur hennar mælist ekkert sérstaklega vinsæll.Með því að boða til kosninga segist hún vilja leyfa almenningi að kjósa um Takaichi-stjórnina, sjálf tók hún við embætti eftir að Shigeru Ishiba sagði af sér. Það gerði hann sökum þess að ríkisstjórn hans missti m