Hersveitum sem dönsk yfirvöld sendu til Grænlands var skipað að vera í viðbragðsstöðu fyrir mögulega árás Bandaríkjanna, að því er danska ríkisútvarpið (DR) greindi frá í dag. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, dró í bili til baka hótanir um að ná Grænlandi með valdi eftir fund með Mark Rutte, framkvæmdastjóra NATO, á miðvikudag og sagðist hafa náð „rammasamkomulagi“ um eyjuna á...