Davíð Þorláksson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Almenningssamgangna höfuðborgarsvæðisins. Hann hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra Betri samgangna frá janúar 2021.Almenningssamgöngur höfuðborgarsvæðisins voru stofnaðar 1. september og félagið tekur við rekstri almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu. Markmið félagsins er að bæta þjónustu, auka sveigjanleika, tryggja skýrari ábyrgð og eftirlit með gæðum. Ríkið á 33 prósenta eignarhlut í félaginu á móti 67 prósenta hlut sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu.Framkvæmdastjóri Strætó sagði í fréttum fyrr í vikunni að aksturshlutinn verði áfram hjá Strætó næstu þrjú árin. Meira fjármagn komi með þessum breytingum. „Þannig að ég er sannfærður um að þetta á bara eftir að bæta gott kerfi enn betur.“Í tilkynningu er haft eftir Erni Guðmundssyn