Borgarstjórnarmeirihlutinn sem var myndaður eftir að Framsókn sprengdi meirihlutann sem flokkurinn leiddi í febrúar í fyrra er nú að verða ársgamall. Þá tóku Samfylkingin, Píratar, Sósíalistaflokkur Íslands, Vinstri græn og Flokkur fólksins höndum saman og mynduðu nýjan meirihluta í borgarstjórn og kynntu nýjan málefnasamning. Meðal markmiða var að hraða húsnæðisuppbyggingu, fjölga leikskólaplássum og bæta aðgengi að sérfræðingum, til dæmis talmeinafræðingum....