Skrifstofa framkvæmda og fasteignaþjónustu í umboði Eignasjóðs Reykjavíkurborgar hefur sótt um niðurrif á fiskeldishúsum og eldiskerjum í Laxalóni í Grafarholti þar sem eldi á regnbogasilungi hófst árið 1951. Byggingarfulltrúi Reykjavíkur hefur samþykkt umsóknina.