Nær fimm milljónum króna munaði á mesta og minnsta ferðakostnaði þingmanns innanlands á síðasta ári, samkvæmt yfirliti á vef Alþingis.Heildarkostnaður við ferðalög Þorgríms Sigmundssonar, þingmanns Miðflokksins í Norðausturkjördæmi, nam rúmum 4,9 milljónum króna í fyrra. Ferðakostnaður Rósu Guðbjartsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, innanlands var enginn.Þó þessi munur endurspegli að vissu leyti muninn á ferðakostnaði þingmanna á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni er rétt að taka fram að Rósa er eini þingmaðurinn sem er ekki skráður fyrir neinum ferðakostnaði á síðasta ári, ef undan er skilin Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Sjálfstæðisflokki, sem var utan þings stóran hluta árs. Hvers vegna borgar Alþingi ferðakostnað þingmanna? Þingmenn eiga rétt á endurgreiðslu ferðakostnaðar eða