Í sveitarstjórnarkosningum í vor verður í fyrsta sinn boðið fram undir merkjum Sjálfstæðisflokksins í Hörgársveit. Félagar í Sjálfstæðisfélaginu Dranga samþykktu í fyrrakvöld að bjóða fram undir merkjum Sjálfstæðisflokksins og óháðra. Nokkrir lýstu yfir áhuga á að gefa kost á sér á framboðslistanum, að því er fram kemur í tilkynningu frá Dranga. Þeir eru meðal annarra Árni Rúnar Örvarsson, framkvæmdastjóri og æðarbóndi, Aðalsteinn H. Hreinsson, bóndi á Auðnum, og Jónas Þór Jónasson, sem á sæti í sveitarstjórn fyrir H-lista Hörgársveitar. Sjálfstæðismenn í Hörgársveit á fundi á Möðruvöllum.Aðsend