Húseigandi í vesturhluta Reykjavíkur kom að sofandi manni í híbýlum sínum sem hafði brotist þar inn. Lögregla handtók manninn sem reyndist undir verulegum áhrifum fíkniefna.Lögreglumenn að störfum í miðborg Reykjavíkur.RÚV / Vignir Már EiðssonFjórir gistu fangageymslur í morgun. Nokkrar tilkynningar bárust úr úthverfi vegna ungmenna sem voru að vesenast með flugelda, eins og það er orðað í morgunskeyti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Auk þessa voru skráningarmerki fjarlægð af þremur bílum sem voru ýmist ótryggðir eða óskoðaðir ásamt því sem afskipti voru höfð af ökumönnum í margs konar ástandi. Nóttin var einnig heldur róleg hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, að sögn varðstjóra.