Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Austanátt stríðir landsmönnum

Það blæs um landsmenn í dag og þar sem vindstyrkurinn verður mestur, syðst á landinu, verður hann rétt undir mörkum þess að flokkast sem stormur. Annars staðar verður hægari vindur en samt víða hvasst. Fyrir norðan frystir víða.Veðurspáin er svohljóðandi:Austan átta til fimmtán, en fimmtán til tuttugu syðst. Bjartviðri að mestu, en skúrir eða él suðaustan- og austanlands. Fer kólnandi, hiti frá frostmarki að sjö stigum síðdegis og svalast norðaustanlands. Svipað veður á morgun, en heldur meira frost inn til landsins fyrir norðan.
Austanátt stríðir landsmönnum

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Skoða nánar

Um Blaðbera·Vefþjónusta