Byggðaráð Múlaþings hyggst láta kanna grundvöll fyrir ferjusiglingum milli Seyðisfjarðar og Skotlands. Bæjarfulltrúi VG bendir á að ekki veiti af að styrkja atvinnulífið í hafnarbænum. Ekki spilli fyrir á tímum „flugviskubits“ að ferjusamgöngur geti mengað minna en flugferðir.