Allt
Innlent
Erlent
Viðskipti
Íþróttir

Þríhliða viðræður í Abu Dhabi um endalok stríðsins

Úkraínskir, bandarískir og rússneskir embættismenn ræða saman í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í dag eftir fund Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta með Steve Witkoff og Jared Kushner, erindreka Bandaríkjastjórnar. Hann stóð fram á nótt að staðartíma í Moskvu og er sagður hafa verið „gagnlegur að öllu leyti“. Aukið kapp hefur verið lagt á að ljúka innrásarstríði Rússa með diplómatískum hætti undanfarna mánuði þrátt fyrir að enn beri talsvert á milli hvernig samið verði um eftirgjöf landsvæða. Rússar ráða um fimmtungi Úkraínu og hafa gert full yfirráð yfir Donbas að skilyrði fyrir friðarsamkomulagi. Witkoff hefur sagst telja að eitt ágreiningsmál stæði út af borðinu, án þess að tíunda það frekar. Volodymyr Zelensky Úkraínuforseti sagði í gær samkomulag nánast tilbúið og að þeir Donald Trump
Þríhliða viðræður í Abu Dhabi um endalok stríðsins

Skráðu þig inn eða stofnaðu aðgang til að skrifa ummæli

Skoða nánar

Um Blaðbera·Vefþjónusta