Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, og Antonio Costa, forseti leiðtogaráðsins, árétta bæði stuðning við fullveldi og sjálfsákvörðunarrétt Danmerkur og Grænlands. Þetta kom fram á blaðamannafundi þeirra að loknum leiðtogafundi Evrópusambandsins sem lauk laust fyrir miðnætti. Antonio Costa, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, sagði á blaðamannafundi í kvöld Evrópu og Bandaríkin deila hagsmunum af öryggi á norðurslóðum gegnum samstarfið innan Atlantshafsbandalagsins. Evrópusambandið ætli sér jafnframt stærra hlutverk þar. Costa sagði sambandið stjórnast af meginreglum alþjóðalaga, landsréttindum og fullveldi einstakra ríkja. Hann nefndi Danmörku og Grænland sérstaklega. „Aðeins konungsríkið Danmörk og Grænland geta tekið ákvarðanir um málefni tengd Danmörku