Lilja Alfreðsdóttir, sem býður sig fram til formanns Framsóknarflokksins, telur það veikleika að hún sé ekki á þingi fyrir flokkinn. Hún segist vera fullveldissinni, er á móti aðild að Evrópusambandinu og vill herða flóttamannalöggjöfina á Íslandi. Þá vill hún einnig ná betri tökum á efnahagsmálum. Fyrst og fremst langar hana að byggja flokkinn upp.