Kristinn Svavarsson, saxafónleikari hljómsveitarinnar Mezzoforte, er látinn 78 ára að aldri.Þórunn Helga Guðbjörnsdóttir kona Kristins greindi frá þessu í færslu á Facebook og sagði útför Kristins fara fram í Lindarkirkju fimmtudaginn 29. janúar. Kristinn skilur eftir sig sjö uppkomin börn.Hann fæddist 15. desember árið 1947. Hann kláraði tónlistarkennarapróf með áherslu á blásturshljóðfæri árið 1993 eftir að hafa útskrifast með kennarapróf úr Kennaraháskóla Íslands þremur árum áður.Kristinn lék á saxafón með fjölda hljómsveita: Pónik, Blúskompaní, Mídas, Brimkló og Musicamaxima og varð andlit Mezzoforte þegar hann gekk til liðs við hljómsveitina árið 1982.Á árunum 2010 til 2019 var Kristinn aðstoðarskólastjóri Laugarnesskóla.Kristinn ólst upp í Reykjavík en eyddi síðustu æviárunum í Hvera