Willum Þór Þórsson, fyrrverandi heilbrigðisráðherra og núverandi forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, ætlar ekki að gefa kost á sér í formannssæti Framsóknarflokksins. Þess í stað hvetur hann Lilju Dögg Alfreðsdóttur varaformann til að bjóða sig fram til formennsku.