Stjörnumenn héldu sigurgöngu sinni áfram í Bónusdeild karla í körfubolta með níu stiga sigri á ÍR-ingum, 118-109, í Skógarselinu. Stjörnumenn voru lengst af með mikla yfirburði en ÍR-ingar voru næstum því búnir að vinna upp forskotið á lokakafla leiksins.