Íbúi í nágrenni við Holtsnúp, þar sem ökumaður lést þegar grjót féll á bíl hans í fyrra, fagnar því að til standi að setja upp hrunvörn í fjallinu. Helst vilja heimamenn að þjóðvegurinn verði færður, til að draga úr líkum á slysum.Grjót féll þrisvar úr Holtsnúpi undir Eyjafjöllum í fyrra. Í mars lést 45 ára kona þegar grjót féll á bíl hennar. Í ágúst féll grjót á veginn nánast á sama stað en þá sakaði engan. Í desember hefði getað farið illa þegar ökumaður ók á grjót sem fallið hafði úr hlíðinni. Bíllinn gjöreyðilagðist.Rannsóknarnefnd samgönguslysa vill að Vegagerðin ráðist strax í viðeigandi úrbætur til að draga úr hættu á grjóthruni. Vegagerðin hefur tilkynnt að slíkt verkefni verði boðið út.„Auðvitað á að færa veginn á endanum. Af því að það myndi auka umferðaröryggi langmest fyrir íbú