Arnar Eggert Thoroddsen skrifar:Haukur er á 26. aldursári og hefur lengi unnið í íslenskum rapp og r-og-b heimi. Hann hefur stússast í tónlist frá þrettán ára aldri en vinna við Kyrrðina hófst fyrir þremur árum. Í viðtali við visir.is sagðist hann ánægður með að hafa komið eigin plötu frá sér en að skapa, hvort heldur er svona, fyrir aðra sem takkamaður eða í almennri „bakvið tjöldin“- vinnu, sé málið. Platan átti upprunalega að vera með alls kyns fólki sem hann hefur unnið með í gegnum tíðina og átti að vera í aðalhlutverki en oftar en ekki endaði hann sjálfur á bak við hljóðnemann. Engu að síður eru nokkrir góðir gestir á stjákli um plötuna. Kyrrðin hefst á laginu „Intro“ sem inniber þekkilega píanólínu áður en brestur á með ögn meiri látum. Voldugheit í hljómi, hann er skarpur og kraft