Sú óvænta staða kom upp í undankeppni Gettu betur að lið Kvennaskólans og Menntaskólans í Reykjavík kepptu á móti hvort öðru tvisvar í röð. Kvenskælingar, sem töpuðu báðum umferðum, eru svekktir en gömul Gettu betur-kempa segir að óheppni og „feil í kerfinu“ hafi valdið þessum tvöfalda tjarnarslag.