Maður sem er grunaður um að hafa nauðgað sex ára stúlku sætir enn gæsluvarðhaldi en foreldrar barnsins höfðu enga vitneskju um kynferðisbrotið þegar að lögregla hafði samband. Ljósmyndir af athæfinu fundust af lögreglufulltrúum í Evrópu og hófst rannsókn hér á landi í gegnum alþjóðlegt samstarf.