„Ég verð að segja það að ef þetta væri niðurstaða í kosningum væru það mikil vonbrigði,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins.Flokkurinn mælist með 13,5% fylgi í síðustu skoðanakönnun Maskínu sem birtist í gær. Miðað við það er flokkurinn sá fjórði stærsti á Alþingi á eftir Samfylkingunni, Miðflokknum og Viðreisn.„Þetta er punktstaða þegar eitt ár er liðið af þessu kjörtímabili. Þannig að ég tek þetta bara til mín og við Sjálfstæðismenn gerum það sem brýningu til að gera enn betur,“ segir hún. „Ég trúi því staðfastlega að við eigum enn erindi við þjóðina.“Mikið af fylgi flokksins virðist hafa færst til Miðflokksins sem mældist í könnuninni með 22,2% fylgi og er þannig næststærstur á eftir Samfylkingunni.„Ég vil ítreka það að það kemur mér á óvart að hægrisinnaðir kjó